Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á óvissustigi 1. maí 2022
- Grímuskylda starfsmanna, sjúklinga og gesta breytist í valkvæða grímunotkun frá og með 1. maí 2022.
a. Starfsmaður/nemi má nota skurðstofugrímu við almenn störf og sjúklingaumönnun en ber ekki skylda til þess.
b. Notar grímu samkvæmt leiðbeiningum ef sjúklingur er í einangrun vegna smithættu.
c. Ef með einkenni öndunarfærasýkinga á viðkomandi ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin. - Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður. Heimsóknargestir eru hvattir til að nota grímu ef þeir hafa verið í návígi við veika einstaklinga, t.d. á heimili, eða eru sjálfir með væg öndunarfæraeinkenni en heimsókn er eigi að síður mikilvæg vegna sérstakra aðstæðna.
- Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku.
- Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann.
- Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér.
- Fundir starfsmanna eru heimilir án sérstakra varúðarráðstafana.
- Sjúklingar sem leggjast brátt inn á legudeildir eru skimaðir við innlögn.