Helstu gildandi reglur á Landspítala á óvissustigi 25. apríl 2022
Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á óvissustigi 25. apríl 2022
- Starfsmenn þurfa nú aðeins að bera grímu í beinum samskiptum við sjúklinga hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga.
- Ferlisjúklingar eiga að bera skurðstofugrímur sem og heimsóknargestir.
- Nota skal fínagnagrímur við eftirfarandi aðstæður:
a. Á öllum bráðamóttökum (í sjúklingaumönnun)
b. Þegar tekið er á móti sjúklingi á legudeild og niðurstöður úr innlagnasýni liggur ekki fyrir
c. Á degi 6 og 7 eftir Covid smitgát ef starfsmaður mætir til vinnu strax að 5 dögum liðnum
d. Starfsmaður sem fær einkenni í vinnu skal skipta um grímu, setja á sig fínagnagrímu og fara í sýnatöku en má ljúka vinnudeginum ef hann treystir sér til
e. Í umgengni við Covid jákvæða sjúklinga og þá sem eru útsettir og/eða með einkenni (grunur um Covid), sýni í gangi
- Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður.
- Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku.
- Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann.
- Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér.
- Ef starfsmenn með COVID eru einkennalausir/einkennalitlir og treysta sér til vinnu áður en 5 daga einangrun er lokið (greiningardagur með viðurkenndu prófi er dagur 0), þá er það heimilt en þeir þurfa að vera með fínagnagrímu án ventils og ekki vera nálægt samstarfsfólki þegar gríma er tekin niður til að matast.
- Fundir starfsmanna eru nú heimilir án sérstakra varúðarráðstafana.
- Sjúklingar sem leggjast brátt inn á legudeildir eru skimaðir við innlögn og sjúklingar sem flytjast á hjúkrunarheimili eru skimaðir fyrir útskrift (til og með 30. apríl).
In English