Landspítali er á óvissustigi
Í dag eru 13 sjúklingar með COVID á Landspítala, þar af eru 8 í einangrun. Einn er á gjörgæslu, ekki í öndunarvél. Það fækkar því jafnt og þétt í hópnum en ekki nægilega til að hægt sé að taka COVID viðbúnað á smitsjúkdómadeild niður að svo komnu.
Nýgengi í samfélaginu er ennþá nokkuð hátt (440 m.v. 22.4.22) og því nauðsynlegt að viðhafa tiltekna varúðar enn um sinn.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
• Áfram verða skimaðir sjúklingar sem leggjast brátt inn og þá sem flytjast á hjúkrunarheimili skal skima út aprílmánuð en þá má hætta því.
• Grímuskylda starfsmanna breytist í valkvæða grímunotkun frá og með 1. maí 2022. Þá er þeim sem svo kjósa frjálst að bera grímu við vinnu sína, annað hvort alfarið eða í sjúklingavinnu. Þeir sem eru með einkenni um öndunarfærasýkingu ættu að sjálfsögðu ekki að vera við störf nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi, en þeim er ráðlagt að bera grímu þar til einkenni eru horfin. Sömu tilmælum verður beint til heimsóknargesta.
• Fyrirkomulag heimsókna verður óbreytt enn um sinn (einn gestur í einu á tilgreindum heimsóknartímum). Þetta er grunnviðmið en stjórnendur eru áfram hvattir til sveigjanleika varðandi undanþágur frá þessu.
• Vaktþjónusta farsóttanefndar leggst niður frá og með deginum í dag. Áfram verður póstum til farsóttanefndar svarað á dagvinnutíma, virka daga.
• Tölulegar upplýsingar eru uppfærðar á vef Landspítala alla virka daga.