Landspítali er á hættustigi
Staðan kl. 9:00
39 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Einn eru á gjörgæslu, í öndunarvél.
Meðalaldur inniliggjenda er 73 ár.
- Ekki eru lengur birtar tölur um fjarþjónustu vegna þess að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Læknavaktin hafa tekið við þeirri þjónustu.
Landspítali sinnir áfram göngudeildarþjónustu COVID-19 veikra.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Landspítali beinir því til almennings að hringja ekki á deildir spítalans í leit að upplýsingum um viðbrögð vegna COVID-19. Bent er á símanúmerið 513 1700 þar sem er netspjall Heilsuveru með upplýsingum og ráðgjöf um COVID-19. Upplýsingar er einnig að fá á vefjum Landspítala, Embættis landlæknis og á www.covid.is.
- Landspítali er á hættustigi og enn í gildi miklar sýkingavarnir á spítalanum.