Sérnámslæknar í lyflækningum héldu árlega rannsóknarráðstefnu sín að Nauthól í Reykjavík 18. mars 2022. Í fyrsta sinn voru erindi þeirra birt í fylgiriti Læknablaðsins ásamt dagskrá ráðstefnunnar. Mæting var góð og miklar umræður um erindin.
Inntak erinda var af ýmsum toga. Nýdoktor Vilhjálmur Steingrímsson fjallaði um hvernig hann upplifði vísindanám samhliða sérnámi í lyflækningum. Vísindamennirnir prófessor Karl Andersen forstöðulæknir hjartalækninga Landspítala og prófessor Vilmundur Guðnason forstjóri Hjartaverndar héldu erindi til heiðurs sérnámslæknunum og prófessor Gunnar Guðmundsson, heiðursvísindamaður Landspítala 2021, lokaði ráðstefnunni með erindi sínu.
Sérnámslæknarnir hafa verið mikilvægur hluti framlínuþjónustunnar í yfirstandandandi heimsfaraldri og því þótti ánægjulegt að geta haldið ráðstefnuna nú svo glæsilega þeim til heiðurs, með stuðningi styrktaraðilanna Pfeizer, Novo Nordisk, Vistor og
Sanofi.