Fagráð Landspítala fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka til til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu.
Fagráð Landspítala var stofnað í kjölfar breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2021 og er skipað fulltrúum allra heilbrigðisstétta.
Fagráðið hefur reglulega vakið athygli á mikilvægi þess að taka réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks til skoðunar en árið 2015 kom út skýrsla þar ýtarleg greining var unnin á lagaumhverfi og verklagi í tengslum við óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu, bæði hér á landi og í nágrannaríkjum,. Skýrslan var unnin af starfshópi á vegum heilbrigðisráðherra og skilaði hópurinn meðal annars tillögum til úrbóta.
Í vetur sendi fagráðið fyrirspurnir til heilbrigðisráðuneytis vegna skýrslunnar og i kjölfarið áttu meðlimir ráðsins fund með heilbrigðisráðherra þar sem lögð var áhersla á að mikilvægt væri að fylgja málinu eftir eftir sem fyrst.
Fagráðið lýsir mikilli ánægju með að það hafi nú verið gert enda kominn tími til.
,,Fagráð Landspítala mun halda áfram að taka virkan þátt í umræðunni um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks og veita ráðleggingar og umsagnir eins og kostur er. Mjög mikilvægt er að haft sé víðtækt samráð við alla hagaðila, bæði notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu, “ segir Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður fagráðs Landspítala.