Landspítali er á neyðarstigi
Í dag eru 69 sjúklingar með COVID á Landspítala, 67 eru með virkt smit, 2 bíða flutnings af COVID deild. Á gjörgæsludeildum eru 4 sjúklingar, einn þeirra í öndunarvél og allir í einangrun.
Í gær bættust við 19 sjúklingar og 14 voru útskrifaðir heim, á aðrar deildir eða stofnanir. Nú eru sjúklingar með COVID á 16 legudeildum spítalans en meginþunginn er áfram á deildum A6 og A7.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Sérstakar tilkynningar
1. Starfsmaður sem er í vinnu og fær einkenni sem geta bent til COVID skal setja upp fínagnagrímu og skila PCR sýni sem fyrst, hann má ljúka sínum vinnudegi.
2. Mikilvægt er að árétta að grunn hlífðarbúnaður við COVID umönnun er gulur sloppur, andlitshlíf, veirugríma og einfaldir hanskar. Mælt er með gleraugum við sérstakar aðstæður s.s. ef hætta er á úðasmiti við sogun, barkaþræðingu og vegna mikilla einkenna frá öndunarfærum. Sjá nánar hér.
3. Allar deildir verða að geta tekið COVID sjúklinga, áhersla er lögð á að viðkomandi fari á sína sérgrein en út af því þarf áreiðanlega að bregða næstu daga vegna mikils aðflæðis fólks með margvísleg heilsufarsvandamál ásamt COVID.
4. Fundabanni á Landspítala er nú aflétt með því fororði að notaðar séu grímur á fundum og gætt að fjarlægðamörkum. Ef gríma er tekin niður til að neyta veitinga þarf að virða tveggja metra reglu.
5. Ef starfsmenn með COVID eru einkennalausir/einkennalitlir og treysta sér til vinnu áður en 5 daga einangrun er lokið (greiningardagur með viðurkenndu prófi er dagur 0) þá er það heimilt en þeir þurfa að vera með fínagnagrímu án ventils og ekki vera nálægt samstarfsfólki þegar gríma er tekin niður til að matast.