Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 56 sjúklingar með COVID á Landspítala, 54 eru í einangrun. Á gjörgæsludeildum eru nú fjórir sjúklingar, þrír þeirra eru í einangrun og þrír eru í öndunarvél.
Sjúklingar með COVID eru nú á 15 deildum spítalans og er víða orðið erfitt um vik að fylgja reglum um einangrun og sóttkví.
Í gær bættust 14 sjúklingar í hópinn og 9 voru útskrifaðir, þar af lést einstaklingur á sextugsaldri með undirliggjandi heilsufarsvanda og COVID.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Sérstakar tilkynningar
1. Mjög mikilvægt er að deildir gæti þess að merkja einangrun sjúklinga rétt á skjáborðum en það er lykillinn að því að hægt sé að fylgjast gaumgæfilega með fjölda og hreyfingum sjúklinga með COVID. Velja skal COVID einangrun aðeins þegar viðkomandi er með staðfest smit og í einangrun, grunur um COVID ef sjúklingur hefur einkenni og beðið er niðurstöðu PCR prófs og sóttkví COVID-19 ef viðkomandi er í sóttkví vegna útsetningar frá smituðum. COVID einangrun aflétt er aðeins notuð nú á gjörgæsludeildum og skilgreindum COVID deildum (A7 og A6).
2. Áfram gilda sömu reglur um sóttkví B1, sóttkví C vegna komu yfir landamæri og endurkomu til vinnu eftir COVID. Notið þetta vefform til að skrá ykkur í rétta sóttkví. Vefform fyrir sóttkví C vegna útsetningar í starfi er í smíðum og mun vonandi birtast í vikunni.
3. Stofnuð hefur verið vöktuð rás í Heilsugátt þar sem hægt er að óska eftir bólusetningu fyrir inniliggjandi sjúklinga (sjá mynd). Farsóttanefnd er í samstarfi við heilsugæsluna í Efstaleiti um bóluefni og þangað er bóluefni sótt á fimmtudögum. Ef bráðliggur á og ekki hægt að bíða fimmtudags þá vinsamlega gerið grein fyrir því að erindið sé brýnt. Það nægir að senda kennitölu sjúklings og á hvaða deild hann er.