Landspítali er á neyðarstigi.
Staðan kl. 9:00
53 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Tveir eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél.
Karlmaður á níræðisaldri með COVID-19 lést á laugardaginn.
Meðalaldur innlagðra er 77 ár.
- Ekki eru lengur birtar tölur um fjarþjónustu vegna þess að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Læknavaktin hafa tekið við þeirri þjónustu.
Landspítali sinnir áfram göngudeildarþjónustu COVID-19 veikra.
Covid sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru 271.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.