Landspítali er á hættustigi
Í dag eru 45 sjúklingar á Landspítala með COVID. 44 eru með virkt smit og þar af eru 4 á gjörgæslu. Þeir eru allir í einangrun og einn í öndunarvél.
Í gær bættust 6 við og 5 útskrifuðust. Flestir sem leggjast inn gera það vegna COVID.
Metfjöldi starfsmanna greindist í gær eða 100 manns. Í morgun voru 409 starfsmenn í einangrun en von er um að um 30 manns ljúki einangrun í dag.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Sérstakar tilkynningar
1. Áfram er unnið hörðum höndum að því að manna helgina en nú vantar mest á vaktir á B6, A7 og fæðingavakt.
2. Lögð er áhersla á að allir sem koma yfir landamæri verða að skrá sig í sóttkví C og fara í PCR próf við komuna til landsins og aftur 5 dögum seinna. Aðeins þeir sem hafa fengið COVID á síðustu 60 dögum eru undanþegnir þessari reglu. Skráð er í vefform á þessari slóð: https://quarantine.landspitali.is/is