Undanfarna mánuði hefur Landspítali undirbúið greiningu á leghálssýnum, bæði á HPV-veiru (human papilloma virus) og smásjárskoðun frumusýna. Komið hefur verið upp tækjakosti og starfsfólk þjálfað. Einnig hefur farið fram mikil hugbúnaðarvinna á vegum heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar Landspítala í undirbúningi verkefnisins.
Að undangengnum ítarlegum prófunum á ferlum og verklagi með Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis hóf Landspítali greiningu á leghálssýnum nú hinn 1. febrúar 2022 og fer greiningin fram á meinafræðideild og sýkla- og veirufræðideild spítalans. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með skimun fyrir leghálskrabbameini.
Eftir því sem verkefninu vindur fram mun sýnum vegna leghálsskimunar fjölga sem greind eru á Landspítala og stefnt er að því að spítalinn geti sinnt öllum greiningum í árslok. Áætlað er að svartími sýna verði innan við ein vika frá móttöku sýna á spítalann. Að þessu umfangsmikla verkefni koma í góðri samvinnu fjölmargir innan og utan Landspítala sem skilað hafa góðu verki.
Að undangengnum ítarlegum prófunum á ferlum og verklagi með Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis hóf Landspítali greiningu á leghálssýnum nú hinn 1. febrúar 2022 og fer greiningin fram á meinafræðideild og sýkla- og veirufræðideild spítalans. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með skimun fyrir leghálskrabbameini.
Eftir því sem verkefninu vindur fram mun sýnum vegna leghálsskimunar fjölga sem greind eru á Landspítala og stefnt er að því að spítalinn geti sinnt öllum greiningum í árslok. Áætlað er að svartími sýna verði innan við ein vika frá móttöku sýna á spítalann. Að þessu umfangsmikla verkefni koma í góðri samvinnu fjölmargir innan og utan Landspítala sem skilað hafa góðu verki.