Landspítali er á hættustigi
Í dag liggur 21 sjúklingur með COVID á Landspítala. Þar af eru 13 með virkt smit. Þrír eru á gjörgæslu, tveir í öndunarvél og einn í ECMO.
Í gær bættust 5 í hópinn og 10 voru útskrifaðir.
Verið er að rekja í kringum starfsmenn víða og í kringum inniliggjandi sjúklinga á B4 og 12E. Báðar deildir eru lokaðar fyrir innlögnum í bili.
Í gær greindust 29 starfsmenn með COVID og 10 eru með vafasvar sem bíða úrlausnar.
Alls eru nú 215 starfsmenn í einangrun.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Sérstakar tilkynningar
1. Í gær fór í loftið ný útgáfa af vefformum til að skrá starfsmenn í sóttkví C vegna komu yfir landamæri, vegna sóttkvíar á heimili (ekki einangrunar), vegna endurkomu til vinnu eftir COVID sýkingu og svo sóttkví B1 fyrir útsetta starfsmenn sem eru í sóttkví frá spítalanum.
2. Enn ber á því að yfirmönnum er ekki kunnugt um reglur sem gilda um sóttkví C eftir komu yfir landamæri. Það er áríðandi að allir séu meðvitaðir um mikilvægi þeirrar ráðstöfunar, sérstaklega í ljósi þess að fleiri og fleiri greinast dagana eftir heimkomu.