Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 32 sjúklingar á Landspítala með COVID. Þar af eru 23 í einangrun. Áfram eru 3 sjúklingar á gjörgæslu, 2 í öndunarvél og annar þeirra einnig í ECMO (hjarta- og lungnavél).
Um helgina voru 14 innlagnir og 13 útskriftir. Talsverðar annir eru í COVID göngudeild og margar skoðanir á degi hverjum.
Nú eru 227 starfsmenn í einangrun vegna COVID en áfram greinast á þriðja tug starfsmanna á degi hverjum.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Sérstakar tilkynningar
1. Til skoðunar er að færa spítalann af neyðarstigi en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir á þessari stundu.
2. Sérstakt ákall er frá Landspítala til starfsmanna og landsmanna allra að bætast í hóp blóðgjafa en mjög mikil þörf er á að bæta birgðastöðu í Blóðbankanum.
3. Þeir sem hafa fengið COVID á síðustu 180 dögum eru almennt undanþegnir sýnatökum t.d. á landamærum en starfsmenn Landspítala eru vinsamlega beðnir um að fara í sýnatökur og skrá sig í sóttkví C ef þeir hafa fengið COVID fyrir meira en 60 dögum. Gæðaskjöl verða uppfærð í samræmi við þessa breytingu við fyrsta tækifæri.
4. Sýnatökum í Birkiborg verður fækkað úr þremur á dag í tvær - en hætt verður að taka sýni kl. 11:00.
5. Enn og aftur er minnt á sýnatökustað á Eiríksgötu 37 en þar er nóg rými fyrir fleiri - þar eru sýnatökur virka daga kl. 9:00.
6. Minnt er á sjálfsskráningu í sóttkví C og B1 á vefformum á slóðinni https://quarantine.landspitali.is/is.