Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 39 einstaklingar á Landspítala með COVID. 34 eru í einangrun með virkt smit. Á gjörgæslu eru nú sjö sjúklingar og eru fjórir þeirra í öndunarvél.
Síðasta sólarhring bættust 6 sjúklingar í COVID hópinn, þar af greindist einn inniliggjandi á Landakoti. Þá voru fjórar útskriftir, þar af eitt andlát. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna COVID.
Deild K1 á Landakoti er lokuð um óákveðinn tíma vegna smita og sóttkvíar.
8.521 er í fjarþjónustu á COVID-19 göngudeild, þar af 2.530 börn.
Á gulu eru 131 einstaklingur – enginn á rauðu.
Nú eru 183 starfsmenn í einangrun og 155 í sóttkví. Hluti þess hóps er við störf í sóttkví B.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
1. Tilkynningar um starfsmenn í sóttkví og einangrun skulu berast til starfsmannahjukrun@landspitali.is
2. Tilkynningar um smit á starfseiningu sem þarfnast skoðunar og mögulega rakningar skal senda til rakning@landspitali.is
3. Tilkynningar um inniliggjandi sjúklinga í sóttkví skal senda til rakning@landspitali.is. Taka skal sýni hjá þeim á 5. degi og ef það er neikvætt þá sér rakningarteymi um að losa viðkomandi úr sóttkví hjá Almannavörnum.
4. Stjórnendur geta sjálfir kallað starfsmenn inn í sóttkví B1 - ekki er nauðsynlegt að sækja um en sjálfsagt að leita ráðgjafar hjá farsottanefnd@landspitali.is
5. Allar fyrirspurnir sem ekki falla undir 1. og 2. skulu berast til farsóttanefndar. Best er að fá fyrirspurnir í tölvupósti en ef erindið er brýnt má hringja í vaktsímann eftir kl. 16:00 og um helgar.
6. Ítrekað er að fundarbann er á Landspítala nema á fjarfundaformi
7. Flutningsþjónustan hefur nú tekið að sér að flytja sjúklinga í sóttkví til og frá deildum og hefur verið gefið út nýtt gæðaskjal um þetta verklag
8. Nýtt gæðaskjal um flutning COVID sjúklinga innanhúss mun verða gefið út í dag.
9. Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn fagna þeim mikilvæga liðsstyrk sem kominn er til starfa frá Klíníkinni. Þetta starfsfólk fer á fjölmargar starfseiningar s.s. gjörgæsludeildir, vöknun, svæfingu, A6, A7 og 12E. Við bjóðum þau innilega velkomin í okkar magnaða hóp.