Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 37 sjúklingar með COVID á Landspítala. Þar af er 31 í einangrun og 6 lausir úr einangrun. Á gjörgæslu eru 7 sjúklingar og 4 þeirra eru í öndunarvél. Í gær voru 3 innlagnir, einn greindist inniliggjandi á Landakoti og 3 útskriftir.
8.593 eru í fjarþjónustu á COVID-19 göngudeild, þar af 2.354 börn.
Á gulu eru 156 einstaklingar – 2 á rauðu
Nú eru 169 starfmenn í einangrun og 167 í sóttkví.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Í dag er í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir þá sem eru inniliggjandi og eru þeir flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er vegna COVID, með COVID eða óvíst um orsakasamhengi.
Þessi tafla verður sett á vefinn og uppfærð á fimmtudögum. Athugið að „blank“ þýðir að raðgreining veiruafbrigðis er í vinnslu.