Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 37 einstaklingar með COVID á Landspítala. Af þeim hafa 6 lokið einangrun en 31 er með virkt smit. Á gjörgæslu eru 8 sjúklingar og eru 6 þeirra í öndunarvél. Nú eru COVID sjúklingar á 8 deildum spítalans. Lögð er áhersla á að flytja þá sem eru COVID veikir á smitsjúkdómadeild, lungnadeild og gjörgæslu en sinna einkennalitlum/einennalausum á sinni heimadeild.
Í gær voru 7 innlagnir og 2 útskriftir. Á degi hverjum koma 20-30 manns til mats og meðferðar í COVID göngudeild. Þannig er fjölmörgum veikum hjálpað til að vera heima í stað þess að leggjast á spítala.
Núna liggja inni 8 með COVID en vegna annars, 4 eru með COVID og óvíst um samspil þess og annarra vandamála og 25 liggja inni beinlínis vegna COVID. Frá og með næstu viku verða þessar upplýsingar birtar vikulega.
Áfram greinist gríðarlegur fjöldi á degi hverjum og er umfang fjarþjónustu COVID göngudeildar í sögulegu hámarki. Þjónustuþegar eru beðnir að sýna því skilning að ekki virkar allt sem skyldi í sjálfvirkni þeirri sem komið hefur verið á fót þar sem álag á tölvukerfi er gríðarlegt.
185 starfsmenn eru í einangrun og fækkar heldur í þeim hópi. 167 starfsmenn eru í sóttkví og er um þriðjungur þeirra í vinnusóttkví.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Sérstakar tilkynningar
1. Mikilvægt er að merkja öll einangrunarherbergi með viðeigandi spjöldum og hafa allt til reiðu sem þarf inni á einangrunarherbergum
2. Leitið ráðgjafar sýkingavarnadeildar ef óvissa er um hlífðarbúnað eða annað sem tengist sýkingavörnum
3. Þungaðar konur eru eindregið hvattar til að þiggja bólusetningu
4. Verið er að skoða möguleika á að koma upp sýnatökustað við Hringbraut fyrir starfsfólk Landspítala
5. Starfsfólk sem fer í sýnatöku getur notað strikamerkið sitt hvort sem er í Birkiborg eða á Suðurlandsbraut 34. Bílaröðin við Birkiborg er oftast löng en röðin við Suðurlandsbraut 34 gengur hraðar a.m.k. þessa dagana. Það er ekki fljótlegra að fá svör úr sýnum sem tekin eru í Birkiborg heldur en við Suðurlandsbraut