Frá sýkla- og veirufræðideild vegna fréttaflutnings síðustu daga:
Það er ekki rétt að bið eftir svari við Covid 19-greiningu hafi verið allt að 72 klukkustundir. Í nær öllum tilfellum berst svar innan sólarhrings frá því að sýnið kemur til verufræðideildarinnar. Undantekning hefur verið á þessu nú allra síðustu daga en þá hefur biðin ekki verið lengri en tveir sólarhringar.
Sýkla- og veirufræðideild sér áfram um vinnslu sýna sem tekin eru innanlands en Íslensk erfðagreining aðstoðar með því að vinna sýni sem tekin eru við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Einnig vinnur Sjúkrahúsið á Akureyri stóran hluta sýna sem eru tekin á landsbyggðinni.