Landspítali er á neyðarstigi
Í dag er 21 sjúklingur á Landspítala með eða vegna COVID. 17 eru í einangrun á 6 deildum spítalans. Í gær lögðust inn þrír og einn greindist inniliggjandi. Sá var í sóttkví við greiningu.
Áfram eru 6 sjúklingar á gjörgæslu, 5 í öndunarvél. Tveir eru með ómíkron afbrigði veirunnar en beðið er greiningar hjá fjórum.
Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru 7.416, þar af 1.556 börn. Gulir eru 301, tveir eru rauðir. Í gær komu 16 einstaklingar til mats og meðferðar í göngudeild og í dag eru fyrirhugaðar á þriðja tug skoðana þar. 1.601 sýni greindist jákvætt í gær, 30. desember 2021.
Í gær greindust 36 starfsmenn og eru nú alls 172 starfsmenn í einangrun. Í sóttkví eru að minnsta kosti 98 og af þeim eru 39 við störf í vinnusóttkví.
Þess ber að geta að nú hefur nú reglugerð um styttri einangrun (7 dagar) tekið gildi og munu þá um 40 starfsmenn losna úr einangrun í dag og á morgun.
- Allar útskriftir göngudeilda verða nú sjálfvirkar og mun fólk fá upplýsingar um útskriftardag fljótlega eftir greiningu. Það á ekki að hringja í göngudeildina vegna þessa. Ef læknar göngudeildarinnar meta það svo að lengja þurfi einangrun einhverra upp í 10 daga vegna einkenna þá verður haft samband við viðkomandi. Áfram er bent á covid.is fyrir upplýsingar um einangrun og sóttkví.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn óska samstarfsfólki á Landspítala og um land allt gleðilegs árs og þakkar fyrir einstaka samvinnu, samheldni, þrautseigju og yfirvegun á þessu fordæmalausa ári 2021. Megi 2022 verða betra fyrir okkur öll.