Frá farsóttanefnd:
Inniliggjandi sjúklingur á hjartadeild Landspítala greindist í gær, 26. desember,2021, með COVID-19. Í kjölfarið voru allir sjúklingar á deildinni skimaðir en það sem af er þessum degi hafa 6 sjúklingar á deildinni til viðbótar greinst með COVID-19. Deildin er lokuð til morguns á meðan verið er að bregðast við, rekja og skima. Útbreiðsla meðal starfsmanna er einhver en umfangið er ekki ljóst á þessari stundu.
Allir sjúklingar á deildinni eru upplýstir og verið er að vinna í að upplýsa aðstandendur þeirra.
Unnið er eftir verklagi farsóttarnefndar um hópsmit á spítalanum.