Landspítali er á hættustigi
Nú liggja 10 sjúklingar á Landspítala vegna COVID. Átta eru með virkt smit í einangrun. Fjórir eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í gær voru þrjár innlagnir.
Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru 3.305, þar af 826 börn.
Alls eru 93 starfsmenn fjarverandi vegna einangrunar (54) og sóttkvíar (39).
- Í dag aðfangadag, á morgun jóladag og á annan jóladag gilda eftirfarandi reglur um heimsóknir:
Einn gestur má koma til hvers sjúklings á dag. Farið er fram á að gestur sé fullbólusettur eða hafi fengið COVID á s.l. 6 mánuðum. Gestir nota fínagnagrímur sem eru til reiðu á deildum. - Minnt er á vakt farsóttanefndar sem svarar fyrirspurnum og veitir heimild til vinnusóttkvíar B fyrir starfsmenn sem eru í sóttkví í samfélaginu að uppfylltum tilteknum skilmerkjum.
Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn óska starfsmönnum Landspítala og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla. Sérstakar kveðjur eru til þeirra fjölmörgu sem eru í einangrun og sóttkví yfir hátíðarnar.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.