„Berti og þjófóttu mýsnar“ bættist í nokkrum eintökum í bókaskáp Barnaspítala Hringsins núna rétt fyrir jólin 2021.
Kötturinn Berti getur allt sem hann vill ef hann bara reynir á sig. Bókin er eftir Zaidoon Al-Zubaidy, vergjörðarmann Hamingjumóts Víkings fyrir yngstu kynslóðina í knattspyrnu sem haldið var sumarið 2021. Börnin á mótinu fengu öll þessa bók en hluti af þátttökugjaldinu rann þá til Umhyggju, félags langveikra barna á Íslandi. Hugmyndin með mótinu var sú að stuðla að velferð barna, einnig barna sem vegna veikinda geta ekki tekið þátt í fótboltamótum.
Sverrir Geirdal leit við á Barnaspítala Hringsins og afhenti bækurnar sem eiga eins og annað lesefni á barnaspítalanum eftir að stytta börnum stundirnar meðan þau dvelja þar.