Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 10 sjúklingar á Landspítala vegna COVID. Átta eru í einangrun með virkt smit. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél.
Skráðir í eftirliti á göngudeild eru 2.419, þar af 784 börn. Á gulu eru 84 einstaklingar – enginn á rauðu. Nýgreiningar í gær voru 318.
- Legudeildir eru hvattar til að eiga nóg af fínagnagrímum án ventils (FFP2) fyrir heimsóknargesti sem mega koma yfir hátíðarnar. Grímurnar þurfa að vera aðgengilegar fyrir framan deildir eða fremst á ganginum. Þær verða ekki til dreifingar hjá öryggisvörðum þar sem þær eru eingöngu ætlaðar heimsóknargestum þessa tilteknu daga (24.12., 25.12. og 26.12.) sem heimsóknir eru leyfðar. Heimsóknartímar
- Boðið er upp á örvunarbólusetningu fyrir starfsmenn Landspítala í Fossvogi í dag kl. 13:00 en í gær og í morgun voru starfsmenn við Hringbraut og á Landakoti bólusettir með þriðja skammti. Þeir sem enn eiga eftir að fá örvun og eru komnir á tíma eru eindregið hvattir til að nýta sér bólusetningardaga í Laugardalshöll en upplýsingar um þá er að finna á vef heilsugæslunnar.