Frá farsóttanefnd Landspítala 17. desember 2021:
Boðið verður upp á auka bólusetningardaga með bóluefninu Comirnaty frá Pfizer í næstu viku fyrir þá starfsmenn Landspítala sem hafa enn ekki fengið örvunarskammtinn gegn Covid-19 en eru komnir fimm mánuði frá seinni bólusetningu. Einnig eru þeir sem hafa fengið einn skammt af Janssen eindregið hvattir til að mæta.
Það þarf að skrá sig í þessa bólusetningu - hringt er í 543 1330 til að skrá sig.
Þetta eru tímarnir og staðsetningin sem er í boði:
Þriðjudagur 21. desember kl. 13:00-14:00 - Hringbraut Ásinn
Miðvikudagur 22. desemer kl. 10:30-11:30 - Landakot á stigapallinum við göngudeild í anddyri
Miðvikudagur 22. desember kl. 13:00-14:00 - Fossvogur Skáli 5. hæð
Öll sem fengu seinni skammt grunnbólusetningar fyrir a.m.k. 5 mánuðum geta komið í örvunarbólusetningu. Ekki er nauðsynlegt að hafa strikamerki, það er nóg að gefa upp kennitölu.
Bendum á hagnýtar upplýsingar hér á vef Heilsugæslunnar varðandi fyrirkomulag bólusetninga í Laugardalshöll til áramóta.