Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 13 sjúklingar á Landspítala vegna COVID. Þar af eru sjö á smitsjúkdómadeild í einangrun, tveir á gjörgæsludeild, annar í einangrun og báðir í öndunarvél. Fimm eru lausir úr einangrun og glíma við eftirköst.
Í símaeftirliti eru nú 1.411 þar af 501 barn. Á gulu er 61 einstaklingur – enginn á rauðu. Í gær komu sjö einstaklingar til mats og meðferðar í göngudeild og einn lagðist inn.
37 starfsmenn eru fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar.
- Í dag, 15. desember, tóku gildi nýjar reglur um heimsóknir á legudeildir Landspítala. Einn gestur má nú koma til hvers sjúklings í að hámarki klukkustund innan skilgreinds heimsóknartíma. Æskilegt er að heimsóknargestur sé bólusettur. Athygli er vakin á því að sérstakar reglur gilda um bráðamóttökur. Þar er viðvera aðstandenda einungis leyfð í undantekningartilfellum og ávallt í samráði við starfsfólk. Þessar reglur verða endurmetnar 22. desember.
Heimsóknir - Meltingar- og nýrnadeild 12E er lokuð í dag vegna smits sem þar kom upp og er verið að rekja. Allir sjúklingar munu skila sýni í dag og útsettir starfsmenn í dag og næstu daga.