Nú í aðdraganda jóla 2021 er mikilvægt að tryggja öryggisbirgðir blóðs um hátíðarnar. Þjónustutími Blóðbankans hefur af þeirri ástæðu verið framlengdur.
Mikilvægt er að öryggisbirgðir rauðkornaþykkna í Blóðbankanum séu u.þ.b. 400 einingar en nú eru einungis 200 einingar tiltækar. Blóðbankinn nær að afgreiða blóðhluta til allra sjúklinga sem þess þurfa en viðnámsþróttur hans ef kemur til skyndilegrar mikillar notkunar er stórlega skerturr við þessar aðstæður.
Það er því MJÖG BRÝNT ÖRYGGISMÁL fyrir sjúklinga að tryggja nægilegan fjölda blóðgjafa fram að jólum.
Til þess að gera fleiri blóðgjöfum kleift að heimsækja Blóðbankann hefur þjónustutími verið lengdur í þessari viku.
Blóðbankinn Snorrabraut
- Þriðjudagur 14. desember: 8:00-19:00
- Miðvikudagur 15. desember: 8:00-19:00
- Fimmtudagur 16. desember: 8:00-19:00
- Föstudagur 17. desember: 8:00-13:00
- Laugardagur 18. desember: 8:00-16:00
Blóðbankinn Glerártorgi
- Þriðjudagur 14. desember: 8:00-18:00
- Miðvikudagur 15. desember: 8:00-18:00
- Fimmtudagur 16. desember: 10:00-18:00
Blóðbankinn hvetur skráða blóðgjafa til að bóka tíma hið fyrsta í blóðgjöf fyrir hátíðarnar.
Hægt er að skrá sig í gegnum vef Blóðbankans.
Einnig er hægt að hringja og panta tíma:
- Blóðbankinn Snorrabraut: 543 5500
- Blóðbankinn Glerártorgi: 543 5560