Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 14 vegna COVID á Landspítala. Átta þeirra eru í einangrun en sex að glíma við eftirköst. Það eru þrír sjúklingar á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél.
Nú eru 1.354 í símaeftirliti, þar af 462 börn. Um helgina voru þrjár innlagnir, fimm útskriftir og eitt andlát.
Alls komu 16 einstaklingar til mats og meðferðar í göngudeild.
- Ákveðið hefur verið að frá og með miðvikudegi 15. desember verði leyfðar heimsóknir á Landspítala. Þá má einn gestur heimsækja hvern sjúkling að hámarki eina klukkustund á degi hverjum, innan skilgreinds heimsóknartíma. Æskilegt er að viðkomandi sé fullbólusettur.
Næst verða heimsóknartakmarkanir endurskoðaðar 22. desember og metið hvort öruggt er að slaka meira á fyrir hátíðarnar. - Stjórnendum deilda er áfram heimilt að gera allar nauðsynlegar undantekningar frá heimsóknarbanni.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.