Árni Már Haraldsson hefur verið endurráðinn hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæslunni á Landspítala Hringbraut.
Árni Már lauk BS í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og diplómanámi í gjörgæsluhjúkrun í Danmörku árið 2011.
Hann hefur starfað við gjörgæsluhjúkrun frá útskrift.
Árni Már hóf störf á gjörgæslunni í Fossvogi árið 2006 og vann svo á gjörgæsludeildum í Danmörku og Noregi frá árinu 2008 til 2015.
Hann hefur starfað sem deildarstjóri á gjörgæslunni við Hringbraut í sex ár, fyrst sem settur deildarstjóri í eitt ár og var svo ráðinn til fimm ára 2017.