Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 23 á Landspítala vegna COVID. 18 eru með virkt smit þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél.
Í eftirliti göngudeildar eru nú 1.661, þar af 441 barn. Í gær komu 12 til mats og meðferðar í göngudeild og einn var lagður inn.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Minnt er á að starfsmenn sem koma yfir landamæri eiga að skrá sig í sóttkví C með tvöfaldri sýnatöku. Aðeins eru tekin gild PCR próf. Mikilvægt er að fylgja reglum um sóttkví C í hvívetna. Hér er skráð í sóttkví C.
- Minnt er á að starfsmenn sem fara í einkennasýnatöku eiga að halda sig heima þar til niðurstaða liggur fyrir.