Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 19 sjúklingar á Landspítala vegna COVID. 13 eru í einangrun á smitsjúkdómadeild (11) og geðdeild (1), tveir eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél.
Tvær innlagnir voru um helgina og alls komu níu manns til mats og meðferðar í göngudeild.
Í göngudeildinni eru nú 1.595 í eftirliti og þar af eru 512 börn.
43 starfsmenn eru fjarverandi vegna einangrunar (21) og sóttkvíar (22), 143 eru í vinnusóttkví.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Síðustu skimanir á geðendurhæfingardeild eru fyrirhugaðar nú fyrri hluta viku en engin fleiri smit hafa greinst þar (alls einn sjúklingur og einn starfsmaður). Sex sjúklingar eru í sóttkví þar.
- Skimanir vegna smits sem kom upp á bráðaöldrunarlækningadeild halda áfram í dag og á morgun en ekki hafa fleiri greinst þar. Sex sjúklingar eru í sóttkví á B4.
- Vakin er athygli á breyttri reglugerð um landamærin sem sett var um helgina en nú sæta farþegar frá tilteknum löndum í Afríku tvöfaldri sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli.
- Áfram eru í gildi ráðleggingar sóttvarnalæknis gegn ónauðsynlegum ferðalögum erlendis.