María Guðrún Þórisdóttir hefur verið ráðin yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild kvenna- og barnaþjónustu á Landspítala.
María Guðrún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og cand.obst.-prófi í ljósmóðurfræðum frá sama skóla árið 2001.
Hún hefur unnið við ljósmæðrastörf frá árinu 2001, að mestu leyti í fæðingarþjónustu Landspítala en einnig tímabundið við afleysingar á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupsstað og víðar.
María starfaði sem aðstoðaryfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild á árunum 2011-2017 og hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á þeirri deild frá því í febrúar árið 2020. Hún hefur sinnt kennslu ljósmæðra- og læknanema, verið leiðbeinandi á ALSO námskeiðum og virk í umbótastarfi með öryggi skjólstæðinga og bætta þjónustu að leiðarljósi.
Vefsíða meðgöngu- og sængurlegudeildar