Birna Gerður Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirljósmóðir á fæðingarvakt 23B í barna- og kvennaþjónustu Landspítala.
Birna Gerður lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1981 og Ljósmæðraskóla Íslands 1986. Vorið 2010 lauk hún meistaranámi í hjúkrunarstjórnun frá Háskóla Íslands.
Birna hefur unnið sem ljósmóðir frá 1998, mest allan tímann á fæðingarvakt 23B og hefur gegnt þar stöðu aðstoðaryfirljósmóður og sérfræðiljósmóður. Frá 1. júlí 2021 hefur hún verið starfandi yfirljósmóðir á fæðingarvaktinni.
Birna er stundakennari við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og hefur verið virk í umbóta- og gæðastarfi á sínu sérsviði.