Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 19 sjúklingar á Landspítala vegna COVID-19. Af þeim eru 14 í einangrun, 11 á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél.
Í eftirliti göngudeildar eru 1.759, þar af 559 börn. 88 eru gulir og enginn á rauðu.
Í gær komu níu einstaklingar til mats og meðferðar í göngudeild en enginn þurfti innlögn.
Alls eru 53 starfsmenn fjarverandi vegna sóttkvíar (27) og einangrunar (24) og 124 eru í vinnusóttkví.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.