Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 20 manns vegna COVID á Landspítala. 15 eru með virkt smit, 12 á smitsjúkdómadeild og 3 á gjörgæsludeildum, allir í öndunarvél.
Í gær komu sjö einstaklingar til meðferðar í göngudeild en enginn þurfti innlögn.
Í COVID göngudeild eru nú 1.715 manns í eftirliti, þar af 551 barn. 108 eru á gulu og enginn á rauðu. Af þeim sem eru metnir gulir eru 24 óbólusettir.
54 starfsmenn eru fjarverandi vegna einangrunar (24) og sóttkvíar (30). 154 eru í vinnusóttkví.
Sérstakar tilkynningar
Starfsfólk sem er að skipuleggja ferðir erlendis verður að taka inn í ferðaplönin að ef heimkoma er síðdegis eða að kvöldlagi er ólíklegt að PCR prófi verði svarað í tæka tíð fyrir upphaf vinnu næsta morgun. Þetta á sérstaklega við um heimkomu á sunnudagskvöldum en gerist einnig aðra daga. Best er að gera ráð fyrir sólarhring í biðtíma en þó getur biðin orðið lengri við tilteknar aðstæður.