Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 23 sjúklingar á Landspítala vegna COVID. Þrír þeirra hafa lokið einangrun. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél.
Í gær komu 18 til mats og meðferðar í göngudeild og voru þrír þeirra lagðir inn.
Í eftirliti eru 1.769 einstaklingar, þar af 516 börn. 97 eru gulir og tveir rauðir.
Samtals eru 50 starfsmenn frá vinnu vegna einangrunar (24) og sóttkvíar (26) og 97 eru í vinnusóttkví.
Á vef Landspítala er myndræn birting tölulegra upplýsinga um Covid-19 á spítalanum.