Í dag liggja 22 einstaklingar á Landspítala vegna COVID. Í einangrun eru 20 með virkt smit. Þar af eru fjórir á gjörgæsludeildum, þrír þeirra í öndunarvél.
Í eftirliti COVID göngudeildar eru 1.793, þar af 516 börn. 103 eru gulir og einn rauður.
Í gær komu 12 einstaklingar til mats og meðferðar á göngudeild. Einn lagðist inn og tveir útskrifuðust.
24 starfsmenn eru í einangrun, 26 í sóttkví og 143 í vinnusóttkví.
Á vef Landspítala er myndræn birting tölulegra upplýsinga um Covid-19 á spítalanum.
Um sóttkví C:
- Starfsmenn Landspítala skrá sig sjálfir í sóttkví C eftir komu yfir landamæri - skrá hér
Fyllið í reitina og ýtið á senda. Ef sjálfvirkt svar berst ekki eða önnur vandamál koma upp hafið þá samband við farsottanefnd@landspitali.is. - Sækja þarf um sóttkví C til farsóttanefndar fyrir starfsmenn sem eru að koma aftur til starfa eftir COVID veikindi sem og þá sem eru með heimilismann í sóttkví eða eru sjálfir settir í smitgát.
- Ekki þarf að sækja um fyrir þá starfsmenn sem rakningarteymi spítalans skipar í vinnusóttkví.