Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 22 sjúklingar með COVID á Landspítala. 17 eru á smitsjúkdómadeild, þrír á gjörgæsludeildum og tveir þeirra í öndunarvél. Þá eru tveir einstaklingar með COVID á geðdeild.
Í eftirliti göngudeildar eru 1.696, þar af 446 börn. Í gær komu tólf til mats og meðferðar í göngudeildinni, fimm þurftu að leggjast inn. 71 er á gulu og einn á rauðu.
19 starfsmenn eru í einangrun, 23 í sóttkví og 208 í vinnusóttkví.
Nýsmit í gær voru 160.
Sérstakar tilkynningar:
- Mönnunarteymi Landspítala óskar sérstaklega eftir fólki sem getur tekið að sér yfirsetur. Það er bæði hægt að skrá sig á bakvarðalista og aukavaktalista á innri vef (korktafla).
- Farsóttanefnd hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að þiggja bólusetningu, bæði grunnbólusetningu og örvunarskammt sem verið er að bjóða upp á þessa dagana.