Verkefnahópur sem skipaður var af forstjóra Landspítala til að fara yfir málefni transteyma Landspítala (transteymi barna og transteymi fullorðinna) hefur skilað af sér skýrslu þar sem leiðir til að bæta þjónustu við transfólk eru teknar til skoðunar.
Í skýrslunni eru meðal annars 32 tillögur að úrbótum. Tillögurnar snúa að stjórnsýslu og skipulagi, verklagi, tæknimálum og fræðslu og eru allt frá því að efla transteymin með auknu starfshlutfalli ákveðinna fagstétta, að efla samstarf við heilsugæsluna um veitingu þjónustu og yfir í að auka fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks til að draga úr fordómum í garð transfólks.
Auk þess að leggja til ýmis konar úrbætur tók verkefnahópurinn til skoðunar orðalag um transteymi í lögum um kynrænt sjálfræði, kosti og galla þess að setja á fót fjölskipaða nefnd sérfræðinga sem unnt væri að vísa til málum vegna íþyngjandi ákvarðana og þróun þjónustu við transfólk í völdum löndum.
Skýrsluna má finna hér