Miklar húsnæðisframkvæmdir standa nú yfir á Landkoti þar sem unnið er að því að fjölga legurýmum og endurnýja húsnæði með bættari og betri skilyrðum í þjónustu við skjólstæðinga.
Legudeildargangur á fyrstu hæð L1 sem áður hýsti göngudeildarstarfsemi verður 16 rúma legudeild. Göngudeildarstarfsemin hefur í kjölfar þess verið flutt í nýuppgert húsnæði í anddyri Landakots og á L0 þar sem aðstaða hefur verið löguð að göngudeildarþjónustu.
Stefnt er að því að framkvæmdum á L1 verði lokið um mánaðamót október og nóvember 2021. Þar verði í nóvember opnuð 16 rúma legudeild. Starfsemin verða rekin samhliða legudeild K1 (öldrunarlækningardeild A ) þar sem fyrir eru 16 rúm. Meginstarf á deildinni felst í meðferð og endurhæfingu einstaklinga eldri en 67 ára þar sem markmiðið er að auka virkni og hæfni þeirra til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og auka líkamlega, andlega og félagslega færni.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir auknum legrýmum innan Landspítala og verið er að leita leiða til þess að fjölga þeim. Þessi framkvæmd á Landakoti með opnun 16 rúma er hluti af því ferli.
Í tengslum við breytingarnar á Landakoti hefur nú verið auglýst eftir aðstoðardeildarstjóra, hjúkrunarfræðingum og fólki í umönnun á öldrunarlækningadeild A.