Frá farsóttarnefnd Landspítala:
Dregið hefur verið úr takmörkunum í samfélaginu vegna COVID-19 við endurskoðun reglugerðar þar að lútandi,
Með vísan í 6. grein reglugerðarinnar telur farsóttanefnd ekki tímabært að aflétta takmörkunum á Landspítala þar sem enn greinast 50-80 einstaklingar daglega með Covid-19 í samfélaginu og nýgengi fer hækkandi sem og hlutfall jákvæðra sýna.
Reglum um grímuskyldu, fjarlægðarmörk og almenna umgengni verður því ekki breytt að svo stöddu og áfram gilda sömu reglur um heimsóknir og komur á spítalann, skimanir sjúklinga og starfsmanna og aðrar ráðstafanir ætlaðar til að draga úr hættu á dreifingu Covid-19 innan stofnunarinnar.