Tveimur deildum á Landspítala hefur hlotnast viðurkenning fyrir framúrskarandi námsumhverfi.
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, afhendi viðurkenningarskjöl þess efnis í september 2021.
Báðar deildirnar taka á móti fjölda nemenda ár hvert en koma samt sem áður mjög vel út úr könnunum á ánægju nemenda sem gerðar eru af menntadeild spítalans í lok hvers námstímabils á deildinni.
- Blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi hjúkrunar- og sjúkraliðanema. (Mynd til hægri)
- Vökudeild fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi hjúkrunarnema. (Mynd til vinstri)