Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til að gegna starfi deildarstjóra meltingar- og nýrnadeildar 12E.
Guðrún lauk BS-námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og meistaragráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á stjórnun í júní 2016. Hún hefur starfað á ýmsum deildum Borgarspítala, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala en lengst á meltingar- og nýrnadeild eða frá árinu 2006, þar sem Guðrún var aðstoðardeildarstjóri árin 2008-2012.
Guðrún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, m.a. setið í kjaranefnd og samninganefnd.