Viktoría Jensdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra rekstrarþjónustu sem er ný deild innan kjarna aðfanga og umhverfis (AFU) á þjónustusviði. Hin nýja deild tók til starfa 1. september 2021 og felur í sér sameiningu öryggisdeildar og þjónustudeildar.
Hlutverk rekstrarþjónustu er að sinna ýmsum þjónustustörfum fyrir deildir, svo sem flutningsþjónustu, öryggisþjónustu, símaþjónustu, rúmaþjónustu og ýmsum öðrum þjónustustörfum sem styðja við daglega starfsemi á spítalanum. Með stofnun deildarinnar er ætlunin að þétta samstarf milli þjónustueininga og þannig bæta og auka þjónustu til deilda á öllum starfsstöðvum spítalans.
Viktoría er iðnaðarverkfræðingur að mennt (M.Sc. frá Háskóla Íslands) og hefur fjölbreytta reynslu af stjórnun og umbótastarfi hjá íslenskum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Hún starfaði sem ferilseigandi steypuskála og sem verkefnastjóri gæða og útflutnings hjá Alcoa 2006-2010, deildarstjóri umbóta og öryggis hjá Össuri 2010-2014 og deildarstjóri virðisþróunar hjá Símanum 2014-2015. Viktoría vann á Landspítala 2015-2018 sem verkefnastjóri við undirbúning nýs spítala og umbótaskólann og síðan hjá Össuri 2018-2021 sem Global Program Manager. Viktoría er einnig sérfræðingur og kennari í straumlínustjórnun (LEAN). Frá 2010 hefur hún stjórnað hinni árlegu ráðstefnu Lean Ísland (lean.is) og kennt straumlínustjórnun m.a. í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands.
Viktoría hefur því víðtæka þekkingu og reynslu sem mun nýtast afar vel í þeirri þróun og uppbyggingu stoðþjónustu á Landspítala sem framundan er á næstu árum.
Hlutverk rekstrarþjónustu er að sinna ýmsum þjónustustörfum fyrir deildir, svo sem flutningsþjónustu, öryggisþjónustu, símaþjónustu, rúmaþjónustu og ýmsum öðrum þjónustustörfum sem styðja við daglega starfsemi á spítalanum. Með stofnun deildarinnar er ætlunin að þétta samstarf milli þjónustueininga og þannig bæta og auka þjónustu til deilda á öllum starfsstöðvum spítalans.
Viktoría er iðnaðarverkfræðingur að mennt (M.Sc. frá Háskóla Íslands) og hefur fjölbreytta reynslu af stjórnun og umbótastarfi hjá íslenskum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Hún starfaði sem ferilseigandi steypuskála og sem verkefnastjóri gæða og útflutnings hjá Alcoa 2006-2010, deildarstjóri umbóta og öryggis hjá Össuri 2010-2014 og deildarstjóri virðisþróunar hjá Símanum 2014-2015. Viktoría vann á Landspítala 2015-2018 sem verkefnastjóri við undirbúning nýs spítala og umbótaskólann og síðan hjá Össuri 2018-2021 sem Global Program Manager. Viktoría er einnig sérfræðingur og kennari í straumlínustjórnun (LEAN). Frá 2010 hefur hún stjórnað hinni árlegu ráðstefnu Lean Ísland (lean.is) og kennt straumlínustjórnun m.a. í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands.
Viktoría hefur því víðtæka þekkingu og reynslu sem mun nýtast afar vel í þeirri þróun og uppbyggingu stoðþjónustu á Landspítala sem framundan er á næstu árum.