Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar er miðvikudaginn 8. september 2021. Sjúkraþjálfarar um alla heim minna á fag sitt og þetta árið er áherslan lögð á endurhæfingu langvinnra einkenna eftir Covid-19 og mikilvægi sjúkraþjálfunar í því ferli.
Á Íslandi starfa ríflega 600 sjúkraþjálfarar á sjúkra- og endurhæfingarstofnunum, hjúkrunarheimilum, á einkareknum starfsstofum sjúkraþjálfara, hjá íþróttafélögum og víðar.