Samhæfingarstöð krabbameinsskimana stendur fyrir brjóstakrabbameinsskimun á 10 heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni í september, október og nóvember 2021.
Eindregið hefur verið hvatt til þess að allar konur bregðist við og fari í skimun.
Á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana er að finna upplýsingar um skimanir og á vef Embættis landslæknis eru bæklinginar bæði um legháls- og brjóstaskimanir á nokkrum tungumálum.
Tímapöntun í síma 513 6700 - Opið fyrir bókanir alla virka daga kl. 8:30-12:00
Með því að taka þátt í brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og þannig draga verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins. Mikilvægt er þó talið að gera sér grein fyrir því að skimun er aldrei 100% örugg í að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi.
Brjóstamiðstöð - skimun og greining
Skoðunarstaðir og tími
Egilsstaðir 6.-9. september
Eskifjörður 13.-16. september
Búðardalur 21.-22. september
Hólmavík 23. september
Ísafjörður 27.-30. september
Patreksfjörður 4.-5. október
Stykkishólmur 12.-13. október
Ólafsvík/Grundarfjörður 18.-20. október
Hvolsvöllur 2.- 3. nóvember
Selfoss 8.-17. nóvember