Landspítali er á hættustigi, sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining hættustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi:
Orðinn atburður sem kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlunum. Fjöldi þolenda af þeirri stærðargráðu að aukið álag skapast á ýmsar deildir (gulur litur í gátlistum).
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.
Staðan kl. 14
14 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID. 13 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og eru 5 þeirra óbólusettir. Á gjörgæslu er 1 sjúklingur, ekki í öndunarvél. Engir sjúklingar í innlögn eru hálfbólusettir. Meðalaldur innlagðra er 63 ár.
Alls hafa 95 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Sextán hafa þurft gjörgæslustuðning.
Þrír sjúklingar með COVID-19 hafa látist í fjórðu bylgju faraldursins á Landspítala .
Nú eru 815 sjúklingar, þar af 199 börn, í COVID göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður en 14 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.
Sérstakar tilkynningar
1. Meðfylgjandi er nýjasta spá um þróun faraldursins.
2. Farsóttanefnd áréttar að sjúklingar geta ekki notað kæfisvefnsvélar á Landspítala nema að undangengnu neikvæðu PCR sýni.
Starfsmenn eru hvattir til að vakta líðan sína daglega og fara í sýnatöku ef einkenna verður vart. Fari heimilismaður starfsmanns í sýnatöku þá skal starfsmaður vera heima í úrvinnslusóttkví þar til svar liggur fyrir.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.