Starfsemi á Landakoti er að færast í eðlilegt horf eftir að starfsmaður þar greindist með COVID-19 þann 23. ágúst 2021.
Skýrum verkferlum, aðgæslu starfsfólks og réttu viðbragði má þakka að ekki smituðust fleiri á Landakoti. Allir sjúklingar á deildinni þar sem smitið kom upp fóru tvisvar í sýnatöku og enginn reyndist hafa smitast. Í sóttkví þurftu að fara 5 sjúklingar sem hinn smitaði starfsmaður hafði sinnt, aðrir ekki. Af starfsfólkinu þurfti sumt að fara í vinnusóttkví í allt að einu viku.
Öldrunarlækningadeildinni var umsvifalaust lokað eftir að smitið greindist og allt sótthreinsað samkvæmt ítrustu kröfum.
Í dag, föstudag 27 . ágúst, er verið að aflétta þeirri sóttkví sem fólk hefur verið í og innlagnir og útskriftir að hefjast aftur.
Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir er deildarstjóri á öldrunarlækningadeild A: „Starfsmenn stóðu sig gríðarlega vel. Þeir voru samstilltir í sinni vinnu og tókust á við aðstæðurnar á faglegan og öruggan hátt."