Andri Ólafsson hefur verið ráðinn tímabundið til að sinna fjölmiðlasamskiptum og eftir atvikum öðrum verkefnum í afleysingum hjá samskiptadeild Landspítala. Andri verður deildinni til liðsinnis næstu þrjá mánuði.
„Andri er þrautþjálfaður reynslubolti úr fjölmiðlum og samskiptum. Hann er sömuleiðis með góðan bakgrunn í almannatengslum og verður okkur öflugur liðsstyrkur,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala. Deildin sér um fjölmiðlasamskipti og almannatengsl Landspítala og rekur vefsvæði og samfélagsmiðla spítalans ásamt því að framleiða fræðsluefni fyrir sjúklinga og starfsfólk. Þar starfa fimm manns.
Andri kemur til Landspítala frá Háskóla Íslands þar sem hann var aðstoðarmaður rektors. Áður var hann samskiptastjóri hjá VÍS. Hann er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum við fjölmiðla, meðal annars sem aðstoðarritstjóri 365 miðla, ritstjóri Íslands í dag og fréttastjóri Fréttablaðsins.
„Andri er þrautþjálfaður reynslubolti úr fjölmiðlum og samskiptum. Hann er sömuleiðis með góðan bakgrunn í almannatengslum og verður okkur öflugur liðsstyrkur,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala. Deildin sér um fjölmiðlasamskipti og almannatengsl Landspítala og rekur vefsvæði og samfélagsmiðla spítalans ásamt því að framleiða fræðsluefni fyrir sjúklinga og starfsfólk. Þar starfa fimm manns.
Andri kemur til Landspítala frá Háskóla Íslands þar sem hann var aðstoðarmaður rektors. Áður var hann samskiptastjóri hjá VÍS. Hann er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum við fjölmiðla, meðal annars sem aðstoðarritstjóri 365 miðla, ritstjóri Íslands í dag og fréttastjóri Fréttablaðsins.