Landspítali stendur að 6 átaksvikum þar sem hvatt er til þess að leita annarra leiða í umferðinni en að nota bílinn. Að átakinu standa líka Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Reykjavíkurborg, Strætó, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og fleiri. Vakin verður athygli á kostum vistvænna samgangna og ávinningi af þeim.
Til mikils er að vinna með því að efla vistvænar samgöngur en draga úr þeim hefðbundnu; hægt að minnka eldsneytisnotkun og losun, minnka mengun, létta umferð, spara pening og ekki síst stuðla að bættri heilsu. Með því að hvíla bílinn til og frá vinnu aðeins einu sinni í viku er dregið úr notkun á honum um 20% á virkum dögum. Það munar um minna.
Á 6 vikum til loka september er hvatt til þess að hvíla bílinn að einhverju eða öllu leyti og reyna sem flesta kosti í umferðinni: Taka strætó? Hjóla í vinnuna? Nota rafhjól eða rafskútu? Ganga? Eða hugsanlega blanda þessu eitthvað saman - stundum eða alltaf?
Hver vika er með sitt þema:
1. Örflæði – frá 23. ágúst
2. Strætó – frá 30. ágúst
3. Hjólað til vinnu / Hjólað í háskólann – frá 6. september
4. Tími og peningar – frá 13. september
5. Samgönguvikan / heilsa – frá 20. september
6. Sleppum nagladekkjum - frá 27. september