Kári Hreinsson hefur verið ráðinn yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga á Landspítala frá 1. september 2021.
Kári lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1994, fékk sérfræðileyfi í svæfinga- og gjörgæslulækningum árið 2000 og hefur lokið framhaldsnámi í sérhæfðri verkjameðferð.
Kári starfaði sem sérfræðilæknir á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg að loknu sérnámi þar en kom til starfa á Landspítala árið 2002. Hann hefur verið virkur í kennslu lækna og hjúkrunarfræðinga og m.a. verið umsjónarmaður læknanema og deildarlækna í læknisfræðilegu grunnnámi á svæfinga- og gjörgæsludeildum. Hann hafði yfirumsjón með skipulagningu sérfræðináms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala við upphaf þess, í samvinnu við Royal College of Anaesthetists í London 2016-2019.
Kári var stjórnarmaður í Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Íslands frá 2006 til 2020, formaður þess frá 2008 til 2019 og hefur verið í undirbúningsnefndum árlegra þinga skurð- og svæfingalæknafélaganna á Íslandi frá 2006. Hann hefur verið yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar á Landspítala Hringbraut frá september 2017.