Landspítali er á hættustigi, sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining hættustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi:
Orðinn atburður sem kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlunum. Fjöldi þolenda af þeirri stærðargráðu að aukið álag skapast á ýmsar deildir (gulur litur í gátlistum).
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega.
Staðan kl. 13
27 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID. 21 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og þriðjungur óbólusettur. Á gjörgæslu eru 6 sjúklingar og eru 5 þeirra bólusettir. Fimm gjörgæslusjúklingar þurfa öndunarvélastuðning og eru fjórir þeirra bólusettir. Engir sjúklingar í innlögn eru hálfbólusettir. Meðalaldur innlagðra er 65 ár.
Alls hafa 77 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Tólf hafa þurft gjörgæslustuðning.
Nú eru 1.162, þar af 223 börn í COVID göngudeild spítalans og fækkar nokkuð. Fjórir sjúklingar eru metnir og 38 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.
15 starfsmenn eru í einangrun með COVID-19, 22 í sóttkví A og 68 í sóttkví C.
Sérstakar tilkynningar og athugasemdir
1. Í gær skiluðu Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, sem jafnframt er formaður viðbragðsstjórnar, og Már Kristjánsson yfirlæknir og formaður farsóttanefndar spítalans minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu mála á Landspítala í fjórðu bylgju COVID-19 faraldurs. Jafnframt var gerð grein fyrir spá um þróun faraldursins eins hún lá fyrir. Spáin er unnin í samstarfi Háskóla Íslands og Landspítala.
2. Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru m.a. birtar á þessari vefsíðu á www.landspitali.is.